Ég er með MS-sjúkdóminn og því öryrki og nota hjólastól og er með notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Þegar nýtt ár hefst vonast maður alltaf til þess að nýja árið verði betra og breytingar til góðs. Í lok síðasta árs var lögfestur samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og ég er hóflega bjartsýn um framhaldið.
Í kjölfar samningsins spruttu upp alls konar umræður um fjármögnun NPA-samninga. Sumir ráðamenn segja að þeir séu svo dýrir að það muni bitna á öðru fólki samfélagsins. Það má ekki gleymast að þegar allt er tekið inn í reikninginn – svo sem þátttaka og virkni fatlaðs fólks, færri spítalaheimsóknir, þátttaka í atvinnulífinu og það að um 400 manns starfa við NPA-þjónustu og greiða sína skatta og skyldur – þá kemur stór hluti kostnaðarins aftur til baka. Þar fyrir utan eigum við ekki lengur að þurfa að ræða réttindi …






















































Athugasemdir