Óresteia
Leikmynd: Elín Hansdóttir Búningar: Filippía I. Elísdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Bára Gísladóttir Hljóðhönnun: Bára Gísladóttir og Aron Þór Arnarsson Aðstoðarleikstjóri og dramatúrg: Melkorka Gunborg Briansdóttir Þýðing: Kristín Eiríksdóttir
Ómissandi menningarviðburður.
Ekkert nema rústir og ryk.
Pabbi fórnaði dýri eftir dýri á altarinu.
Og hvaða gagn gerði það.
Samt hrundu turnarnir.
Blóðið rann um ræsin.
Ég öskraði svo hátt að allur heimurinn nötraði.
Við erum stödd á strönd. Maður leiðir á eftir sér stúlku. Hún krýpur, hann herðir sig, hún berst á móti, hann sker hana á háls. Faðir fórnar dóttur sinni í þeirri von að vinna stríð. Hann vinnur stríðið en tapar sjálfum sér og að lokum lífinu. Blóð heimtar meira blóð, ofbeldi getur af sér meira ofbeldi.
Guðir og menn
Leikstjórinn Benedict Andrews snýr aftur í Þjóðleikhúsið og tekst nú á við eitt mikilvægasta leikrit vestrænna leikhúsbókmennta, Óresteiu eftir Æskílos. Þríleikurinn fjallar um eina fjölskyldu en á sama tíma um mannkynið allt, hefnd, réttlæti, feðraveldið, kvenhatur og stríð. Þegar kemur að grískum harmleikjum eru orðunum „örlög“ og „guðir“ oft kastað fram en í leikstjórn Andrews er mannfólkið dregið …
















































Athugasemdir (1)