„Ég bjóst við því að miðað við önnur svæði í Evrópu – þar sem við erum á eyju og mjög berskjölduð – myndi örplastmengunin ekki ná til svæða hér í eins miklu mæli. En greinilega gerir hún það,“ segir Belén Garcia Ovide doktorsnemi við Háskóla Íslands við Heimildina. Ný rannsókn hennar sýnir að mengun af völdum örplasts er mun meiri við hafsvæði Íslands en áður var talið.
Bélen hefur ásamt teymi frá Rannsóknarsetri HÍ á Húsavík unnið verkefni um heilsu vistkerfa sjávar og áhrif mengunar á lífverur, þar á meðal hvali, sem er lykiltegund í fæðukeðju hafsins. Samhliða er hópurinn að safna gögnum um magn og dreifingu örplasts á yfirborði sjávar. Er kortlagningin sem hópurinn stendur að sú fyrsta sem gerð er á íslenskum hafsvæðum.
Örplast í norðri
„Við höfum siglt að minnsta kosti tvisvar á ári og tekið sýni til að mæla örplastmengun á mismunandi svæðum, aðallega á leiðinni …






















































Svo framarlega sem venjulegur neytandi í íslensku samfélagi getur leyft sér að fara sem oftast á lággjalda-prísum á þotu-flakki um heiminn og kaupgeta hans á meira drasli og dóti er ekki skert, þá held ég að flestum sé slétt sama um eitthvað sem kann að steðja að Náttúrunni. Flestir eru í þeim gírnum að fljóta sofandi að feigðarósi, að mínu mati. Eins og stundum er sagt: sá sem hefur sankað að sér mesta dótinu og draslinu, við leiðarlok lífsins, er óskoraður sigurvegari í markaðskapítalísku samfélagi.
Fjöldinn í vestrænum samfélögum er í neyslumóki, eins og eiturlyfjafíkill á milli skammta. Okkar samfélag er í raun háð sem ódýrasta draslinu og afþreyingunni sem mögulegt er að komast yfir. Það veit stjórnmálastéttin og þannig er best a sefa neytendur og halda þeim rólegum. Það er bara óþægilegt að þurfa að horfast í augu við afleiðingar mannlegrar græðgi og heimsku.
Má bjóða yður örplast með hvalkjötssteikinni?
Þegar ég, hér að ofan, segi "... öllum hinum krísunum sem hljótast af hegðun og heimsku manna ...", þá á ég við krísur, af mannavöldum í Náttúrunni, eins og loftslagsbreytingar, hrun líffræðilegrar fjölbreytni, mengun í lífríkjum, jarðvegshningun og skortur á ferskvatni ásamt súrnun sjávar.