„Ég bjóst við því að miðað við önnur svæði í Evrópu – þar sem við erum á eyju og mjög berskjölduð – myndi örplastmengunin ekki ná til svæða hér í eins miklu mæli. En greinilega gerir hún það,“ segir Belén Garcia Ovide doktorsnemi við Háskóla Íslands við Heimildina. Ný rannsókn hennar sýnir að mengun af völdum örplasts er mun meiri við hafsvæði Íslands en áður var talið.
Bélen hefur ásamt teymi frá Rannsóknarsetri HÍ á Húsavík unnið verkefni um heilsu vistkerfa sjávar og áhrif mengunar á lífverur, þar á meðal hvali, sem er lykiltegund í fæðukeðju hafsins. Samhliða er hópurinn að safna gögnum um magn og dreifingu örplasts á yfirborði sjávar. Er kortlagningin sem hópurinn stendur að sú fyrsta sem gerð er á íslenskum hafsvæðum.
Örplast í norðri
„Við höfum siglt að minnsta kosti tvisvar á ári og tekið sýni til að mæla örplastmengun á mismunandi svæðum, aðallega á leiðinni …



















































Athugasemdir