Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Birni Þorláki Björnssyni, 44 ára.
Björn er grannvaxinn, með mikið ljóst sítt hár og líklega með ljóst skegg. Hann er með blágræn augu og var klæddur í gallabuxur þegar síðast sást til hans.
Ekki er vitað um ferðir Björns síðustu daga, en talið er líklegt að hann haldi sig á höfuðborgarsvæðinu. Hann hefur ekki bíl til umráða og er einnig talið að hann sé ekki með síma.
Þeir sem hafa upplýsingar um ferðir eða dvalarstað Björns eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 112.














































Athugasemdir