Íslensk heimili verja nær átta prósentum af ráðstöfunartekjum sínum í jólagjafir og eru næstneðst á lista yfir hvað Norðurlandaþjóðirnar eyða hlutfallslega í gjafir. Þetta kemur fram í nýrri samantekt frá Nordregio, sem er alþjóðleg rannsóknarstofnun stofnuð af Norrænu ráðherranefndinni.
Samkvæmt samantektinni verja Íslendingar að jafnaði 7,91 prósentum af ráðstöfunartekjum heimila í desember í jólagjafir. Það er minna en í Noregi og Svíþjóð, en meira en í Danmörku – þrátt fyrir að Danir hafi hæstar ráðstöfunartekjur á Norðurlöndum.
Norðmenn eyða mest og Danir minnst
Noregur stendur upp úr í samanburðinum. Þar fara að jafnaði 10,95 prósent af ráðstöfunartekjum í jólagjafir, sem er hæsta hlutfallið á Norðurlöndum. Svíar fylgja í kjölfarið með 8,57 prósent og Finnar með 8,25 prósent.
Danir, sem hafa hæstar meðalráðstöfunartekjur, verja hins vegar aðeins 7,56 prósentum í jólagjafir, því minnsta af Norðurlandaþjóðunum. Niðurstöðurnar benda því til þess að tekjuhæð ein og sér skýri ekki eyðslu í tengslum …














































Athugasemdir