Útgáfufélag Morgunblaðsins, Árvakur, og Sýn, sem heldur úti samnefndri sjónvarpsstöð sem og Vísi, Bylgjunni og fleiri útvarpsstöðvum, fá hæstu ríkisstyrkina sem veittir eru í ár til einkarekinna fjölmiðla. 30 fjölmiðlar sóttu um en 28 fengu styrk. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.
Sameinaða útgáfufélagið, sem gefur út Heimildina, Vísbendingu og Mannlíf, hlaut þriðja hæsta styrkinn, upp á tæpar 78 milljónir króna. Myllusetur, sem gefur út Viðskiptablaðið og Frjálsa verslun, fékk 42 milljónir og Fjölmiðlatorgið, sem heldur úti DV.is og fleiri miðlum, fékk tæpar 39 milljónir. Aðrir fengu minna, innan við 20 milljónir hver.
544.020.973
Úthlutað er úr fyrirframákveðnum potti, sem í ár var 544.020.973 krónur, en samtals var sótt um rekstrarstuðning upp á 1.000.220.781 krónur, samkvæmt tilkynningu á vef Fjölmiðlanefndar , sem annast úthlutunina. Sú fjárhæð endurspeglar 25 prósent af stuðningshæfum rekstrarkostnaði og 20 prósenta álag styrkja sem veittir eru staðbundnum fjölmiðlum utan …










































Athugasemdir