Áannan tug jöklaleiðsögumanna hjá Icelandia sem starfa á Sólheimajökli eða í Skaftafelli fékk uppsagnarbréf í lok nóvember. Fyrirtækið bauð þeim nýja samninga á launum sem eru um fjórðungi lægri og villa í útreikningi sögð ástæða launalækkananna.
Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar ríkir mikil óánægja með nýju samningana hjá leiðsögumönnum sem upplifa sig sem láglaunafólk þrátt fyrir að þurfa að uppfylla nauðsynlegar kröfur og hafa sérþekkingu til þess að sinna starfi sínu vel. Þeir hafi leitað til stéttarfélags en fengið þau svör að Icelandia sé heimilt að gera hlutina með þessum hætti.
Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Icelandia, segir málið snúa að takmörkuðum hópi leiðsögumanna. „Það uppgötvaðist í haust ákveðin villa í launaflokki hjá þessu fólki þannig að þau voru með ofgreidd laun,“ segir hann. „Við þurftum að leiðrétta það og til þess að það standist alla skoðun þurfti að segja ráðningarsamningnum upp og gera nýjan.“
„Auðvitað voru einhverjir sem voru ekkert rosa sáttir að …










































Athugasemdir (1)