Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Þingkosningarnar kostuðu Sjálfstæðisflokkinn 174 milljónir

Hátt í hundrað millj­óna króna tap var á rekstri Sjálf­stæð­is­flokks­ins á síð­asta ári, þrátt fyr­ir 410 millj­óna króna tekj­ur.

Þingkosningarnar kostuðu Sjálfstæðisflokkinn 174 milljónir

Tap upp á 97 milljónir króna varð á rekstri Sjálfstæðisflokksins á síðasta ári. Þyngst vegur kostnaður vegna prófkjörs og kosninga upp á 174 milljónir. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi flokksins.

Boðað var nokkuð óvænt til kosninga undir lok árs og setur það mark sitt á fjárhag flokksins. 

Flokkurinn hafði 410 milljóna króna tekjur en af þeim komu 201 úr opinberum sjóðum. Fyrirtæki styrktu flokkinn um tæpar 66 milljónir og einstaklingar um tæpar 57. Hluti af framlagi einstaklinga til flokksins var í formi félagsgjalda. 

Opinberir styrkir eru töluvert lægra hlutfall af heildinni en hjá mörgum öðrum flokkum. Sem dæmi má nefna var hlutfall opinberra styrkja 75 prósent af heildarstyrkjum Miðflokksins, samkvæmt ársreikningi hans sem birtist fyrr í dag.

Þrátt fyrir töluvert tap er Sjálfstæðisflokkurinn ekki á flæðiskeri staddur. Samkvæmt ársreikningi á hann fasteignir fyrir 1.260 milljónir og ýmis áhöld og tæki fyrir 54,5 milljónir og eignarhlut í félögum fyrir tæpar 19. 

Þá á félagið kröfu vegna lóðar og byggingaréttar upp á rúmar 238 milljónir og aðrar skammtímakröfur upp á 27 milljónir. Flokkurinn á handbært fé upp á 176 milljónir. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Hvers vegna eiga stjórnmálaflokkar að vera á opinberu framfæri? Að tæp 50% af tekjum Sjálfstæðisflokksins komi frá opinberum sjóðum hefði einhvern tíma þótt vera hneyksli.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
6
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár