Fjórir af hverjum tíu íslenskum nemendum í 10. bekk teljast „langt á eftir“ í lesskilningi samkvæmt PISA-könnuninni 2022. Á sama tíma skara einungis þrjú prósent nemenda fram úr í lesskilningi, það er að segja ná hæstu hæfniþrepum þar sem krafist er gagnrýninnar hugsunar, samþættingar upplýsinga úr ólíkum textum og mats á áreiðanleika heimilda.
Þetta kemur fram í svari mennta- og barnamálaráðherra við fyrirspurn Jóns Péturs Zimsen, þingmanns Sjálfstæðisflokks, á Alþingi. Hann segir það skandal að kennsluaðferðum í lestri sé ekki breytt, þegar fyrir liggi að þær virki ekki jafn vel og þær sem áður voru notaðar. Í svari ráðherra er jafnframt viðurkennt að stjórnvöld hafi enga yfirsýn yfir hvaða lestrarkennsluaðferðir eru notaðar í grunnskólum landsins, hvorki á landsvísu né eftir sveitarfélögum.
Engin miðlæg vitneskja um aðferðirnar
Aðalnámskrá mælir ekki fyrir um ákveðnar aðferðir og kennarar og skólar hafa fullt faglegt frelsi til að velja vinnubrögð. Engum upplýsingum um lestrarkennsluaðferðir í …












































Athugasemdir (1)