Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir myndefni í tengslum við rannsókn á andláti karlmanns sem fannst látinn í heimahúsi í Kópavogi í lok nóvember. Fyrr í dag var gæslurvarðhald yfir manni sem handtekinn var fyrr í desember vegna málsins, framlengt fram í janúar.
Í tilkynningu lögreglu kemur fram að leitað sé sérstaklega eftir myndefni frá vegfarendum sem fóru um bifreiðastæði við Kópavogslaug og göturnar Skjólbraut, Borgarholtsbraut, Meðalbraut og Kópavogsbraut föstudaginn 28. nóvember, á tímabilinu frá klukkan 18 til miðnættis.
Bent er á að mörg ökutæki séu búin myndavélum og því mögulegt að myndefni frá umræddum tíma sé til staðar hjá einstaklingum. Jafnframt eru forsvarsmenn öryggismyndavéla á svæðinu beðnir um að athuga hvort upptökur kunni að skipta máli fyrir málið.
Þeir sem hafa upplýsingar eða myndefni eru beðnir um að senda tölvupóst á netfangið r2a@lrh.is og gefa þar upp nafn sitt og símanúmer. Lögregla …












































Athugasemdir