Almennir borgarar unnu hetjudáð við að stöðva skotmenn

Hryðju­verka­menn skutu á mann­fjölda sem fagn­aði jóla­há­tíð Gyð­inga á Bondi Beach í Syd­ney.

Almennir borgarar unnu hetjudáð við að stöðva skotmenn
Eftir skotárásina Kona heldur á barni sínu í teppi eftir skotárás á Bondi Beach í Sydney í dag. Mynd: AFP

Myndband sýnir hvernig almennur borgari náði að yfirbuga skotmann við fjöldamorð á Bondi-ströndinni í Sydney í Ástralíu í dag. Árásin hefur verið skilgreind sem hryðjuverk sem beindist gegn Gyðingum.

Minnst 11 eru látin. Annar tveggja skotmannanna lést í átökum við lögreglu og hinn er í haldi. Fólkið sem hryðjuverkamennirnir skutu var að fagna Hanukkah, jólahátíð Gyðinga.

Neyðarviðbragðsaðilar fluttu 29 aðra á ýmsa spítala frá ströndinni, sem er einn helsti ferðamannastaður stærstu borgar Ástralíu.

Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í dag að skotárásin á Bondi Beach væri „óskiljanleg“ og hrósaði „hetjunum“ sem stukku til og hjálpuðu.

„Við höfum séð Ástrali hlaupa í átt að hættunni í dag til að hjálpa öðrum. Þessir Ástralir eru hetjur og hugrekki þeirra hefur bjargað mannslífum.“

Chris Minns, forsætisráðherra Nýja-Suður-Wales, heiðrar sömuleiðis manninn sem var myndaður í glímu við einn árásarmannanna, þar sem hann náði byssu hans og neyddi hann til að hörfa.

„Þessi maður er sönn hetja og ég efast ekki um að margir, margir eru á lífi í kvöld vegna hugrekkis hans.“

Sprengja í bíl

Ástralska lögreglan sagði á blaðamannafundi fyrir skemmstu að mannskæða skotárásin á Bondi Beach í Sydney væri „hryðjuverk“.

„Vegna aðstæðna í tengslum við atvikið í kvöld klukkan 21:36 lýsti ég þetta yfir sem hryðjuverk,“ sagði Mal Lanyon, lögreglustjóri í Nýja-Suður-Wales, á fundinum.

Svo virðist sem árásarmennirnir hafi haft meira í hyggju. „Við höfum fundið heimatilbúna sprengju í bíl sem er tengdur látna árásarmanninum,“ sagði lögreglustjórinn.

Árás á Gyðinga er árás á alla

„Þetta er markviss árás á ástralska gyðinga á fyrsta degi hanúkka, sem ætti að vera gleðidagur, hátíð trúarinnar – illvirki, gyðingahatur, hryðjuverk sem hefur hitt þjóð okkar í hjartastað,“ sagði Anthony Albanese forsætisráðherra í sjónvarpsávarpi.

„Árás á ástralska gyðinga er árás á alla Ástrala.“

Skotárásin átti sér stað á árlegum viðburði sem kallast „Hanúkka við sjóinn“ síðdegis á Bondi-strönd.

Isaac Herzog, forseti Ísraels, fordæmdi skotárásina sem „grimmilega árás á gyðinga“ og hvatti áströlsk yfirvöld til að herða baráttuna gegn gyðingahatri.

Mannfjöldi flúði í ofboði frá ströndinni í austurhluta Sydney, sem laðar að sér fjölda brimbrettafólks, sundgesta og ferðamanna, sérstaklega um helgar.

„Við heyrðum skotin. Þetta var átakanlegt, það var eins og 10 mínútur af bara bang, bang, bang. Þetta virtist vera öflugt vopn,“ sagði Camilo Diaz, 25 ára nemi frá Chile, við AFP á staðnum.

Neyðarþjónusta brást fyrst við tilkynningum um skothríð klukkan 18:47 (07:47 að íslenskum tíma), að sögn lögreglunnar í Nýja-Suður-Wales.

„Blóð úti um allt“

Eitt vitni, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagðist persónulega hafa séð sex látna eða særða liggja á ströndinni.

Grasbrekkan með útsýni yfir Bondi-strönd var yfirfull af munum sem fólk hafði skilið eftir í ofboði, þar á meðal yfirgefinni barnakerru, að sögn blaðamanns AFP á staðnum.

Sjúkraflutningamenn sinntu mörgum sem lágu á grasinu við ströndina, eins og sést á myndum sem ríkisútvarpið ABC birti.

Vopn sem virtist vera haglabyssa lá við tré við ströndina.

Breskur ferðamaður sagði AFP að hann hefði séð „tvo svartklædda skotmenn“ eftir að skothríðin hófst.

„Það var skotárás, tveir svartklæddir skotmenn með hálfsjálfvirka riffla,“ sagði Timothy Brant-Coles við AFP og sagðist hafa séð marga sem höfðu verið skotnir og særðir.

Annað vitni, 30 ára íbúi að nafni Harry Wilson, sagði við Sydney Morning Herald að hann hefði séð „að minnsta kosti 10 manns á jörðinni og blóð út um allt“.

Sveitarstjórn Waverley, sem fer með málefni Bondi-strandar, lýsti  „djúpstæðri hryggð“ vegna árásarinnar.

„Hugur okkar og bænir eru hjá öllum þeim sem hafa orðið fyrir áhrifum af þessu hræðilega illvirki, sem átti sér stað á meðan hanúkka-hátíðarhöld stóðu yfir,“ sagði talsmaður sveitarstjórnarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár