Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Rannsóknarskýrsla um snjóflóðið í Súðavík birt á mánudag

Rann­sókn­ar­nefnd Al­þing­is sem fjall­aði um snjóflóð­ið sem féll í Súða­vík í janú­ar ár­ið 1995 skil­ar skýrslu sinni til þings­ins á mánu­dag. Hún verð­ur gerð op­in­ber í kjöl­far­ið.

Rannsóknarskýrsla um snjóflóðið í Súðavík birt á mánudag
Eyðilegging Snjóflóðið lagði stóran hluta bæjarins í rúst en fjórtán létu lífið í flóðinu. Mynd: RAX

Rannsóknarnefnd Alþingis um snjóflóðið í Súðavík, sem féll þann 16. janúar 1995, hefur lokið störfum. Í tilkynningu á vef nefndarinnar segir að hún muni afhenda forseta Alþingis lokaútgáfu skýrslunnar á mánudag.

Að afhendingu lokinni boðar nefndin fulltrúa fjölmiðla á kynningu þar sem farið verður yfir niðurstöður rannsóknarinnar og helstu atriði skýrslunnar. Jafnframt verður skýrslan gerð opinber á heimasíðu rannsóknarnefndarinnar.

Alþingi samþykkti að stofna rannsóknarnefnd, þá fyrstu sem ekki fjallar um fjármálakerfið og mál tengd efnahagshruninu 2008, í kjölfar þess að aðstandendur þrettán þeirra sem létu lífið í flóðinu sem og þeir sem lifðu flóðið af fóru þess á leit við forsætisráðherra og þingið.

Erindi þeirra var sent í kjölfar ítarlegrar umfjöllunar Heimildarinnar um snjóflóðin sem birtist 5. apríl árið 2023.

Í rannsókn Heimildarinnar voru fjölmörg atriði tínd til sem gáfu skýrar vísbendingar um að yfirvöld hefðu sýnt af sér vanrækslu í aðdraganda flóðsins í Súðavík.

Í umfjölluninni kom meðal annars fram að hættumat á svæðinu gerði ráð fyrir snjóflóðavarnargörðum sem aldrei risu, auk þess sem að mistök hafi verið gerð þegar hættumatskort var teiknað, sem tók mið af gömlum loftmyndum sem sýndu ekki alla byggðina í bænum.

Það var svo greint frá því í fyrsta sinn í umfjölluninni að mistök við gerð snjóflóðahættumatsins hafi orðið til þess að almannavarnayfirvöld hafi ranglega haldið að ekkert húsanna sem fór undir flóðið hafi verið á hættusvæði. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár