Baggalútar fá 429 þúsund hver

Fyr­ir­tæk­ið sem held­ur ut­an um hljóm­sveit­ina Baggal­út átti meira en hundrað millj­óna króna eign­ir í lok síð­asta árs. Stærst­ur hluti þeirra eigna eru pen­ing­ar á banka­bók.

Baggalútar fá 429 þúsund hver
Jólatónleikaröð Baggalútur hefur um árabil haldið jólatónleikaröð sem hefur verið vel sótt. Ekki kemur fram í ársreikningnum hverjar tekjurnar eru nákvæmlega af þessu tónleikahaldi en rekstrartekjur í heild námu 120 milljónir króna árið 2024.

Fyrirtækið í kringum listahópinn Baggalút hagnaðist um fimm milljónir króna á síðasta ári. Til stendur að greiða hverjum og einum eiganda sem nemur 429 þúsund krónum í arð vegna árangursins.

Rekstrartekjur félagsins voru rúmar 120 milljónir króna árið 2024 en kostnaður við tónleikahald nam tæpum 108 milljónum króna. Leiða má að því líkum að stærstur hluti tekna félagsins komi af miðasölu á jólatónleika Baggalúts, sem hafa verið haldnir árlega um árabil við miklar vinsældir. Ekki er gerð grein fyrir hvernig kostnaður við tónleikahald skiptist, né hvernig rekstrartekjur skiptast.

Það eru þeir Bragi Valdimar Skúlason, Garðar Þ. Guðgeirsson, Guðmundur Pálsson, Haraldur Hallgrímsson, Jóhann B. Fjalldal, Karl Sigurðsson og Guðmundur Kristinn Jónsson sem eiga félagið til jafns. Samkvæmt samþykktum Baggalúts felst aðalstarfsemi félagsins í rekstri heimasíðu, tónleikahalds og bóka- og tónlistarútgáfu.

Samkvæmt ársreikningi á Baggalútur geisladiska, bækur og borðspil upp á þrjár milljónir króna, verðbréf upp á tíu og bankainnstæðu upp á …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár