Fyrirtækið í kringum listahópinn Baggalút hagnaðist um fimm milljónir króna á síðasta ári. Til stendur að greiða hverjum og einum eiganda sem nemur 429 þúsund krónum í arð vegna árangursins.
Rekstrartekjur félagsins voru rúmar 120 milljónir króna árið 2024 en kostnaður við tónleikahald nam tæpum 108 milljónum króna. Leiða má að því líkum að stærstur hluti tekna félagsins komi af miðasölu á jólatónleika Baggalúts, sem hafa verið haldnir árlega um árabil við miklar vinsældir. Ekki er gerð grein fyrir hvernig kostnaður við tónleikahald skiptist, né hvernig rekstrartekjur skiptast.
Það eru þeir Bragi Valdimar Skúlason, Garðar Þ. Guðgeirsson, Guðmundur Pálsson, Haraldur Hallgrímsson, Jóhann B. Fjalldal, Karl Sigurðsson og Guðmundur Kristinn Jónsson sem eiga félagið til jafns. Samkvæmt samþykktum Baggalúts felst aðalstarfsemi félagsins í rekstri heimasíðu, tónleikahalds og bóka- og tónlistarútgáfu.
Samkvæmt ársreikningi á Baggalútur geisladiska, bækur og borðspil upp á þrjár milljónir króna, verðbréf upp á tíu og bankainnstæðu upp á …












































Athugasemdir