Áströlsk stjórnvöldu banna á miðnætti einstaklingum yngri en 16 ára að nota miðla á borð við Facebook og TikTok. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt er gert í heiminum og vekur mikinn áhuga allra þeirra sem hafa áhyggjur af skaðlegum áhrifum samfélagsmiðla.
Opinberir aðilar um allan heim fylgjast með til að sjá hvort Ástralíu takist að hafa hemil á tæknirisunum en spurningar eru uppi um hvernig bannið muni virka í framkvæmd.
Hér er það sem við vitum um hvernig Ástralía mun framfylgja nýju takmörkununum.
Sanna aldur
Sumir af stærstu samfélagsmiðlum heims verða að fjarlægja alla notendur yngri en 16 ára í Ástralíu. Þetta hefur áhrif á hundruð þúsunda unglinga en Instagram eitt og sér hefur sagst hafa um 350.000 ástralska notendur á aldrinum 13 til 15 ára.
Ekki þurfa allir Ástralir að sanna aldur sinn, aðeins þeir sem grunaðir eru um að brjóta gegn banninu. Ungir notendur geta …














































Athugasemdir