FIFA hefur á undanförnum árum beitt knattspyrnufélög í Evrópu þrýstingi til að inna af hendi vangoldnar greiðslur vegna leikmannakaupa til rússneskra félaga – jafnvel þegar alþjóðlegar þvinganir hafa hindrað greiðslur til Rússlands.
Þetta kemur fram í nýrri rannsókn rannsóknarmiðilsins Follow the Money (FTM), sem byggir á úrskurðum FIFA Football Tribunal og málum sem ratað hafa til Íþróttamáladómstólsins.
Síðan 2022 hefur FIFA-dómstóllinn tekið fyrir þrettán mál þar sem félög á Englandi, Ítalíu, Hollandi, Ísrael og Sviss voru kærð fyrir vangoldnar greiðslur vegna leikmannakaupa eftir að bankar lokuðu á millifærslur til Rússlands. Samkvæmt FTM fengu félögin skýran 45 daga frest til að greiða ella yrðu þau bönnuð frá félagaskiptum í þremur félagaskiptagluggum.
Rannsókn FTM dregur fram að með þessum úrskurðum sé FIFA í reynd að grafa undan alþjóðlegum refsiaðgerðum sem snúa að rússneskum eignum og fjármálum. Þessar þvinganir voru fyrst innleiddar eftir innlimun Krímskaga árið 2014 og hertar verulega í kjölfar …











































Athugasemdir