YouTube gagnrýndi í morgun yfirvofandi bann Ástralíu á notkun samfélagsmiðla fyrir einstaklinga yngri en 16 ára og sagði það vanhugsað. Stjórnvöld kölluðu stefnuna verndarskjöld til að verja börn fyrir „rándýrslegum“ reikniritum.
Frá og með 10. desember mun Ástralía krefjast þess að fjöldi stórra samfélagsmiðla og vefsíðna, þar á meðal Facebook, Instagram, TikTok og YouTube, fjarlægi aðganga ólögráða einstaklinga eða eigi yfir höfði sér háar sektir.
Mikill áhugi er á því hvort þessar víðtæku takmarkanir, sem eru þær fyrstu sinnar tegundar í heiminum, geti virkað, á meðan eftirlitsaðilar um allan heim glíma við hugsanleg skaðleg áhrif á ungt fólk.
Bandaríski streymisrisinn YouTube átti upphaflega að vera undanskilinn banninu svo börn gætu horft á fræðsluefni. En áströlsk stjórnvöld skiptu um skoðun í júlí og sögðu að verja þyrfti unga notendur fyrir „rándýrslegum reikniritum“.
„Þessi lög munu ekki standa við loforð sitt um að gera börn öruggari á netinu og munu í …














































Athugasemdir