Rússar juku dróna- og flugskeytaárásir á Úkraínu í nóvember

Árás­ir Rússa hafa vald­ið raf­magns­leysi hjá tug­þús­und­um íbúa Úkraínu, en Rúss­ar hafa beint spjót­um sín­um að raf­orku­kerfi lands­ins fjórða vet­ur­inn í röð.

Rússar juku dróna- og flugskeytaárásir á Úkraínu í nóvember
Daglegt brauð Árásir rússneska hersins á innviði Úkraínu eiga sér stað daglega. Mynd: AFP

Rússar juku dróna- og flugskeytaárásir sínar á Úkraínu í nóvember, samkvæmt greiningu AFP sem birt var í dag. Á sama tíma þrýsti Hvíta húsið á stjórnvöld í Kænugarði að samþykkja friðarsamkomulag sem talið er hagstætt fyrir rússnesk stjórnvöld.

Yfirvöld í Moskvu skutu alls 5.660 flugskeytum og langdrægum drónum á Úkraínu í síðasta mánuði, að því er fram kemur í daglegum skýrslum frá úkraínska flughernum. Það er tveggja prósenta aukning frá fyrri mánuði.

Árásir Rússa hafa valdið rafmagnsleysi hjá tugþúsundum íbúa Úkraínu, en Rússar hafa beint spjótum sínum að raforkukerfi landsins fjórða veturinn í röð. Úkraínsk stjórnvöld og bandamenn þeirra segja það vera markvissa aðferð til að brjóta niður almenna borgara í Úkraínu.

Úkraínski flugherinn sagði að Rússar hefðu skotið 5.445 langdrægum drónum og 215 flugskeytum, sem er þriggja prósenta aukning á ómönnuðum loftförum, en tveggja prósenta fækkun á flugskeytaárásum.

Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, sagði í vikunni að aukin umsvif …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
5
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
6
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár