Yfirmenn í sérsveit breska hersins hylmdu yfir hugsanlega stríðsglæpi í Afganistan, að því er fyrrverandi háttsettur liðsforingi sagði í vitnisburði sínum hjá rannsóknarnefnd um framferði sérsveita hersins í landinu. Vitnisburðurinn er meðal gagna sem voru birt á þriðjudag.
Í framburði sínum heldur liðsforinginn því fram að tveir tilteknir fyrrverandi yfirmenn í sérsveit hersins hafi ekki brugðist við áhyggjum af því að liðsmenn hersins hefðu framið ólöglegar aftökur á meðan sveitirnar störfuðu í Afganistan fyrir meira en áratug síðan.
Rannsaka þriggja ára tímabil
Rannsóknarnefndin, sem hóf störf árið 2023 við Konunglega dómstólinn í London, á að rannsaka ásakanir um framferði sérsveitanna í Afganistan á árunum 2010 til 2013, þar á meðal morð á konum og börnum.
„Ég hafði miklar áhyggjur af því sem mig grunaði sterklega að væru ólöglegar aftökur á saklausu fólki,“ sagði uppljóstrarinn, sem er aðeins þekktur sem N1466, í vitnisburði sínum.
Hann bætti við að hann hefði …












































Athugasemdir