Deildi efni til varnar Hitler á TikTok

Fram­kvæmda­stjóri Bæj­ar­ins Beztu seg­ist deila miklu efni á TikT­ok og að hann muni ekki eft­ir að hafa deilt mynd­bönd­um til varn­ar Þýskalandi nas­ism­ans eða með texta um Ad­olf Hitler: „Hann gerði ekk­ert rangt“. Deil­ing­ar á TikT­ok séu ekki yf­ir­lýst­ar skoð­an­ir.

Deildi efni til varnar Hitler á TikTok
„Hann gerði ekkert rangt“ Baldur Ingi segist ekki muna eftir að hafa deilt myndbandinu.

Baldur Ingi Halldórsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Bæjarins Beztu, hefur deilt myndböndum á reikningi sínum á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem gripið er til varnar fyrir Þýskaland nasismans eða Adolf Hitler, leiðtoga Þýskalands í Seinni heimsstyrjöldinni.

Í einu þeirra er textinn „He did nothing wrong“ eða „Hann gerði ekkert rangt“ á skjánum á meðan ræðumaður lofar stefnu Hitlers og Nasistaflokksins í húsnæðismálum.

Myndböndunum deildi Baldur Ingi inn á milli fjölda annarra myndbanda sem hann endurbirti, en sum eru frá Bæjarins beztu, sögufræga pylsuveitingastaðnum sem hann rekur, og mörg frá Einni pælingu, hlaðvarpsþáttunum sem Bæjarins beztu styrkja fjárhagslega.

Bæjarins beztu er þekktur veitingastaður alþjóðlega og oft er fjallað um pylsuvagninn þegar frægir útlendingar heimsækja hann eða bryddað er þar upp á nýjungum. Baldur Ingi kemur reglulega fram í fjölmiðlum fyrir hönd fyrirtækisins. 

„Ég endurbirti eiginlega allt saman“

Í samtali við Heimildina segist Baldur Ingi ekki muna eftir myndböndunum sem um ræðir. …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár