Eftir hlé á veitingu verðtryggðra húsnæðislána í kjölfar vaxtadóms Hæstaréttar í síðasta mánuði, hefur Íslandsbanki nú riðið á vaðið með nýja útfærslu lánaskilmála sem sækja má um strax. Fastir vextir verðtryggðra lána verða 4,75% til fimm ára af nýjum lánum, líkt og fyrir dóminn. Þeir vextir eru þó sögulega háir. Að meðaltali hafa vextir sömu lána verið um 3,6% frá árinu 2012 hjá Íslandsbanka, en nú boðar bankinn að ekki verði farið niður fyrir 3,5% en allt upp í 5,25%.
Breytilegir vextir 10,85%
Óverðtryggð húsnæðislán með breytilegum vöxtum voru 10,25%, en verða núna 10,85%, eða hærri en nokkru sinni fyrr hjá Íslandsbanka frá því sem gögn sýna aftur til ársins 2012.
Hins vegar býður Íslandsbanki fasta óverðtryggða vexti til fimm ára með 8,15% vöxtum, sem endurspeglar forspá …












































Þessi nýju lán eru alls ekki á föstum vöxtum heldur breytilegum eins og var staðfest fyrir átta árum síðan með dómi Hæstaréttar Íslands í máli gegn Íslandsbanka sjálfum!
Að auglýsa eða kynna lán ranglega með föstum vöxtum sem er raunverulega með breytilegum vöxtum er sjálfstætt og nýtt lögbrot sem er nú þegar fullframið!
Þessum raðlögbrjótum virðist ekki vera við bjargandi heldur forherðist þeir ef eitthvað er.
https://www.facebook.com/groups/heimilin/permalink/10164270224389289/