Íslendingar keyptu Happy Hydrate vörur fyrir nærri 303 milljónir króna á síðasta ári. Það kostaði hins vegar innan við 91 milljón að framleiða þessar vörur. Þetta kemur fram í ársreikningi Happy Hydrate fyrir árið 2024.
Rekstrarhagnaður upp á 22,5 milljónir varð hjá Happy Hydrate en afskriftir upp á milljón og fjármagnskostnaður og neikvæður gengismunur upp á 22 milljónir snéri þeim hagnaði í tap. Fyrirtækið var því rekið með nærri 900 þúsund króna tapi þrátt fyrir mikla vörusölu.
Félagið skráði vörubirgðir upp á tæplega 55 milljónir króna um síðustu áramót og viðskiptakröfur upp á 17 milljónir. Það auk einnar bifreiðar þýðir að bókfærðar eignir félagsins voru 73,9 milljónir í árslok.
Sækja á nýjan markhóp
Happy Hydrate framleiðir fæðubótarefni sem inniheldur ýmist steinefni, kreatín eða koffín. Efninu er blandað saman við vatn. Nýverið setti fyrirtækið á markað vöru sem ætluð er fyrir fjögurra ára börn og eldri. „Þegar börn svitna, æfa, ferðast …












































Athugasemdir