Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

„Fíknihryðjuverkamaður“ sem lifði af loftárás látinn laus

Banda­ríkja­for­seti hef­ur lát­ið drepa minnst 67 manns án dóms og laga. Einn þeirra sem lifðu af var lát­inn laus án ákæru.

„Fíknihryðjuverkamaður“ sem lifði af loftárás látinn laus
Donald Trump Hefur sagst ætla að drepa svokallaða „fíknihryðjuverkamenn“, eða narko-terrorista, en sérfræðingar segja augljóst að drápin séu ólöglegar aftökur. Mynd: AFP

Kólumbíumaðurinn sem lifði af árás Bandaríkjahers á meintan eiturlyfjakafbát í Karíbahafi var látinn laus án ákæru eftir að hafa fengið meðferð við meiðslum sínum, að því er yfirvöld sögðu fréttastofunni AFP í gær.

Þann 18. október var maðurinn, sem er 34 ára gamall, fluttur aftur til Kólumbíu í lífshættulegu ástandi eftir að kafbáturinn sem hann ferðaðist með var sprengdur í loftárás.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt því fram, án þess að leggja fram sönnunargögn, að farið hefði verið hlaðið fentanýli og öðrum fíkniefnum, en vitað er að fentanýl fer sjaldnast þessa leið til Bandaríkjanna.

Tveir um borð létust og tveir aðrir – Kólumbíumaðurinn og ekvadorskur ríkisborgari – voru handteknir og afhentir heimalöndum sínum.

Kólumbíumaðurinn sem lifði af var lagður inn á sjúkrahús í Bogota og þjáðist af áverkum á höfði og hugsanlegum heilaskemmdum.

Armando Benedetti innanríkisráðherra hafði lýst því yfir að þegar hann næði bata yrði hann „sóttur til saka“ af dómskerfinu sem „glæpamaður“.

Heimildarmaður frá saksóknaraembættinu sagði AFP hins vegar í gær að hann „hefði aldrei verið í haldi“ eftir að hafa verið útskrifaður af sjúkrahúsi þann 22. október.

Heimildarmaðurinn úr dómskerfinu sagði að yfirvöld væru enn að rannsaka hvort maðurinn hefði tengsl við fíkniefnahring.

Ekvadorinn sem lifði af var einnig látinn laus án ákæru í heimalandi sínu.

Svokallaðir eiturlyfjakafbátar – í raun og veru för sem eru aðeins að hluta til á kafi í vatninu – hafa í mörg ár verið notaðir til að flytja kókaín frá Suður-Ameríku, einkum Kólumbíu, til Mið-Ameríku eða Mexíkó, venjulega um Kyrrahafið.

Stjórnvöld í Washington hafa beitt Gustavo Petro, vinstrisinnaðan forseta Kólumbíu, refsiaðgerðum. Hann er harður gagnrýnandi stríðs Trumps gegn eiturlyfjasmyglurum í Rómönsku Ameríku, en er sakaður af Trump-stjórninni um að leyfa eiturlyfjahringjum að dafna.

Petro hafnar ásökunum Bandaríkjanna.

Að minnsta kosti 67 manns hafa fallið í árásum Bandaríkjahers á meinta eiturlyfjasmyglara í Karíbahafi og Kyrrahafi frá því í byrjun september.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við erum að virkja fyrir peningana sem okkur langar í“
6
Viðtal

„Við er­um að virkja fyr­ir pen­ing­ana sem okk­ur lang­ar í“

Odd­ur Sig­urðs­son hlaut Nátt­úru­vernd­ar­við­ur­kenn­ingu Sig­ríð­ar í Bratt­holti. Hann spáði fyr­ir um enda­lok Ok­jök­uls og því að Skeið­ará myndi ekki ná að renna lengi í sín­um far­vegi, sem rætt­ist. Nú spá­ir hann því að Reykja­nesskagi og höf­uð­borg­ar­svæð­ið fari allt und­ir hraun á end­an­um. Og for­dæm­ir fram­kvæmdagleði Ís­lend­inga á kostn­að nátt­úru­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu