Enn liggur ekki fyrir hvort rekstarvandræði Norðuráls komi til með að hafa áhrif á getu Orkuveitunnar til að greiða eiganda sínum, sem er Reykjavíkurborg, þann arð sem meirihluti borgarstjórnar reiknar með í fjárhagsáætlun.
Fulltrúar minnihlutans hafa gangrýnt áætlunina, sem gerir ráð fyrir að borgin verði rekin í plús, meðal annars vegna rúmlega sex milljarða arðgreiðslu frá Orkuveitunni.
Félagið hefur skilað eigendum sínum töluverðum hagnaði síðustu ár; 6 milljarða á síðasta ári og 5,5 milljarða árið þar á undan. Langmest hefur endað í borgarsjóði þar sem Reykjavíkurborg á 93,5 prósenta hlut í Orkuveitunni á móti 5,5 prósentum Akraneskaupstaðar og tæplega einu prósenti Borgarbyggðar.
Grafalvarleg staða
Orkuveita Reykjavíkur segir stöðvun framleiðslu hjá Norðuráli þó vera grafalvarlegan atburð sem geti haft áhrif á rekstur dótturfélagsins ON Power. Enn sé þó óljóst hversu mikil áhrifin verði, en fyrirtækið muni endurskoða áætlanir sínar þegar nánari upplýsingar liggi fyrir.
„Þetta er grafalvarlegur viðburður – bæði …













































Athugasemdir