Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Hagstofan leiðréttir framkvæmdastjóra SI

Hag­stof­an seg­ir það rangt með far­ið hjá Sig­urði Hann­es­syni, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka iðn­að­ar­ins, að verð­bólga væri einu pró­sentu­stigi lægri ef reikni­að­ferð hefði ekki ver­ið breytt.

Hagstofan leiðréttir framkvæmdastjóra SI
Sigurður Hannesson Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins sagði verðbólgu vera einu prósentustigi hærri en ef Hagstofan miðaði við eldri reikniaðferð. Mynd: Golli

Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins sagði verðbólgu nú vera einu prósentustigi hærri en ef Hagstofan notaðist ennþá við eldri aðferð við mælingu verðlags.

Hagstofan segir hins vegar litlu muna milli aðferða.

„Nú er verðbólgan 4,3% og hefur verið býsna þrálát, ef við værum enn þá með gömlu aðferðina, þá væri verðbólgan 3,3%, þá væri verið að lækka vexti og við værum í allt annarri efnahagslegri stöðu,“ sagði Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í umræðum um efnahagsmál í Silfrinu á RÚV í gær.

Hagstofan birti í dag tilkynningu á Facebook þar sem fullyrðing Sigurðar er sögð ekki standast skoðun. 

„Fullyrðing um að árshækkun vísitölu neysluverðs hefði verið 3,3% með óbreyttri aðferð fyrir reiknaða húsaleigu stenst ekki,“ segir í tilkynningunni. „Hagstofan hefur ekki gefið út mat á reiknaðri húsaleigu skv. eldri aðferð síðan í maí 2024 en út frá gögnum um vísitölu markaðsverðs húsnæðis og gögnum um verðtryggða vexti er ljóst að litlu …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    Vinsamlegast birtið framreiknaða vísitölu samkvæmt eldri aðferð og bakreiknaða vísitölu samkvæmt nýrri aðferð eins langt aftur og mögulegt er svo hægt sé að bera breytingar á þeim saman og draga ályktanir af þeim á grundvelli réttra staðreynda.

    https://www.althingi.is/altext/erindi/157/157-38.pdf
    "Þrátt fyrir minni sveiflur er þessi aðferð þó langt frá því að vera gallalaus, einkum vegna þess að yfirgnæfandi meirihluti leigusamninga eru verðtryggðir sem leiðir af sér óhjákvæmilega víxlverkun milli mánaða. Mælikvarði sem mælir sig sjálfan getur aldrei talist marktækur. Þessum reikniaðferðum þarf því að breyta þannig að litið sé fram hjá áhrifum verðtryggingar til að stemma stigu við því að verðbólga geti orðið sjálfnærandi."

    https://hagstofas3bucket.hagstofa.is/hagstofan/media/public/2024/972997d4-e646-445f-8360-73670cc18e03.pdf
    "Töluverður hluti húsaleigusamninga fyrir íbúðarhúsnæði er með verðtryggingarákvæðum sem yfirleitt eru byggð á vísitölu neysluverðs en aðrar vísitölur, t.d. vísitala byggingarkostnaðar eru einnig notaðar. Í heild voru um tveir þriðju hlutar leigusamninga með slíkum verðtryggingarákvæðum um mitt ár 2024.
    Áhrif verðtryggingar í leigusamningum birtast með þeim hætti í húsaleiguígildislíkaninu að allir samningar sem innihalda slík ákvæði eru uppfærðir mánaðarlega í samræmi við samninginn. Þannig má segja að leigusamningar af þessu tagi leiði af sér óhjákvæmilega víxlverkun milli mánaða."
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár