Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Ætla að reka borgina í plús á næsta ári

Fjár­hags­áætl­un Reykja­vík­ur­borg­ar fyr­ir næsta ár ger­ir ráð fyr­ir að af­gang­ur verði af rekstri A-hluta borg­ar­sjóðs. Það eru þau verk­efni sem borg­in fjár­magn­ar með skatt­fé.

Ætla að reka borgina í plús á næsta ári
Fyrsta áætlunin Meirihlutinn sem stendur að baki nýkynntrar fjárhagsáætlunar var myndaður í febrúar. Þetta er því fyrsta fjárhagsáætlun meirihlutans og mögulega sú síðasta, því gengið verður til kosninga í maí næstkomandi. Mynd: Golli

Rekstur A-hluta Reykjavíkurborgar, sem nær til sjálfrar borgarinnar og grunnstarfsemi hennar, á að skila 4,8 milljarða króna afgangi árið 2026, samkvæmt fjárhagsáætlun næsta árs sem kynnt var í dag. Tilkynning um áætlunina var birt í Kauphöllinni rétt fyrir hádegi. Áætlað er að afgangurinn vaxi á næstu árum og verði 10,6 milljarðar króna árið 2030.

Veltufé frá rekstri – sem mælir hversu sterkur daglegur rekstur er – verður 7,7 prósent af tekjum árið 2026 og gert er ráð fyrir að það haldist í kringum 8 prósent næstu ár. Þetta endurspeglar, að sögn borgarinnar, traustan rekstur og góða sjóðsstöðu.

Eignir A-hluta verða um 326,8 milljarðar króna í lok árs 2026, og eiginfjárhlutfall 30 prósent. Hreinar skuldir sem hlutfall af tekjum eru áætlaðar 82 prósent og eiga að lækka á áætlunartímabilinu.

Fjárfestingar A-hluta verða 23,7 milljarðar króna árið 2026, þar af 3 milljarðar í stofnframlög til íbúðabygginga og tengdra verkefna. Lántaka borgarsjóðs verður 14 milljarðar króna, en handbært fé í árslok á að nema 17,1 milljarði króna.

Reykjavíkurborg segir að fjárhagsáætlunin endurspegli árangur af markvissri fjármálastjórn og að öll markmið fjármálastefnu borgarinnar verði uppfyllt á tímabilinu. Skuldir borgarinnar séu lágar í samanburði við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og rekstur byggi á sjálfbærum grunni.

Áætlað er að sameiginleg afkoma borgarinnar verði jákvæð um 18,7 milljarða króna, og að EBITDA – sem mælir rekstrarafkomu án fjármagnsliða – nemi 69,6 milljörðum króna. Útkomuspá fyrir árið 2025 gerir ráð fyrir 14,6 milljarða afgangi, þannig að afkoman á næsta ári verður betri en í ár.

Einnig er gert ráð fyrir að rekstur haldi áfram að batna á tímabilinu 2027–2030, með auknu veltufé og sterkari stöðu til að standa undir fjárfestingum í innviðum borgarinnar.

Reykjavíkurborg áætlar að skuldaviðmið verði 103 prósent árið 2026, sem er vel undir 150 prósent hámarki sveitarstjórnarlaga. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár