„Ég fer í veikindaleyfi af því ég get ekki meir. Maður mætir í vinnu og maður er með hnút í maganum [um] hvað muni gerast í dag eða þessa vikuna,“ segir Jóhannes Jónsson sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðanda, í samtali við Heimildina.
Jóhannes hefur verið í veikindaleyfi vegna mikils álags sem hefur verið á starfsfólki en Ríkisendurskoðandi hefur verið sakaður um ósæmilega hegðun í fréttum Ríkisútvarpsins sem vitnar til ónafngreindra starfsmanna og kannana á starfsánægju.
Jóhannes mun ekki snúa aftur til starfa og segist hafa áttað sig á því í veikindaleyfinu hversu slæmt ástandið raunverulega er á vinnustaðnum. „Maður hefur ákveðin persónuleg gildi og siðferðislegan kompás og maður getur ekki látið bjóða sér hvað sem er.“ Hann segist ekki geta unnið undir manni „með svona gildi eða siðferði.“
Skelfilegt ástand
Hann segist sjálfur ekki hafa orðið fyrir barðinu á EKKO …












































Athugasemdir