Hjólreiðamaður klemmdur af bifreið

Mynd­band geng­ur um sam­fé­lags­miðla af öku­manni bif­reið­ar sem klemm­ir hjól­reiða­mann upp við snjóruðn­ing, áð­ur en hann bregst við.

Hjólreiðamaður klemmdur af bifreið
Atvikið í dag Vegfarandi náði myndbandi af háttalagi bílstjóra og hjólreiðamanns. Mynd: Skjáskot / Facebook

Deildar meiningar hafa verið í viðbrögðum fólks á samfélagsmiðlum í dag við myndbandi af hjólreiðamanni sem ræðst með höggum á bifreið, eftir að ökumaðurinn hafði, að því er virðist, meðvitað keyrt hjólreiðamanninn inn í snjóruðning.

Myndbandið hefur gengið um samfélagsmiðla í dag. Svo virðist sem hjólreiðamaðurinn hafi átt sér þann eina kost að hjóla eftir götunni milli snjóruðninga við hringtorg sem liggur að Spönginni í Grafarvogi, þar sem snjó er rutt af götum upp á gangstéttir. 

Maðurinn hjólaði við hlið tvinnbifreiðar af tegundinni Toyota Hybrid, sem þrengdi að honum í akstri sínum að hringtorginu. Svo virðist sem ökumaðurinn hafi reiðst hjólreiðamanninum og ákveðið að keyra hann út í kant. Hjólreiðamaðurinn reiddist á móti og barði á bifreiðinni.

MyndbandiðHefur verið í dreifingu á Facebook í dag við misjöfn viðbrögð.Facebook / Pétur Jóhannesson

Í umræðu í Facebook-hópnum „Fávitar í umferðinni“ eru bæði hjólreiðamaðurinn og ökumaður bifreiðarinnar gagnrýndir, en af myndbandinu virðist ljóst að ökumaður bifreiðarinnar hafi lagt hjólreiðamanninn í hættu með því að keyra utan í hann. Flestir gagnrýna sérstaklega bílstjórann og vísað er í reglur sem kveða á um að bifreið skal ekið minnst einum og hálfum metra frá hlið reiðhjóls á akvegum:

„Maður á nokkura tonna tæki reynir að keyra á einstakling sem var greinilega á undan honum í umferðinni,“ skrifar einn þeirra. „Hér virðist vísvitandi ekið á hjólandi mann,“ skrifar annar og merkir Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. „Ökumenn bifreiða eiga að vera að lágmarki 1,5 m frá hjólreiðamanni þegar tekið er framúr. Þessi bílstjóri er eitthvað að misskilja umferðarreglurnar,“ segir þriðji. Þá óska fleiri eftir að lögreglan athugi málið.

Margir gagnrýna hins vegar hjólreiðamanninn. „Þessi á hjólinu ekki alveg í jafnvægi.“ segir einn þeirra. „Hví í andskotanum er maðurinn að hjóla í þessari færð og halda öðrum í gíslingu? Þetta er gata fyrir bíla,“ skrifar annar.

Sumir leggja áherslu á samkennd og aðstoð. „Datt engum í hug að aðstoða manninn?“ spyr ein konan. „Það er ekki enn búið ryðja göngustíga, skil alveg að hjólreiðamaðurinn var á götunni,“ skrifar annar.

Annað fólk sem tekur þátt í umræðunni lýsir undrun sinni. „Hvað er að frétta, hjólreiðamenn eru líka vegfarendur. Það á ekki að keyra þá niður, galið rugl,“ skrifar maður nokkur.

Loks bregst einn þátttakandinn í umræðunni við með því að ávarpa einfaldlega sjónvarpsmanninn Gísla Martein Baldursson, sem er fyrrverandi borgarfulltrúi og þótti gæta hagsmuna hjólreiðafólks í aðkomu sinni að borgarmálum.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu