Telur HS Orku komast undan milljarða skatti með einni lántöku

Indriði H. Þor­láks­son, fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri, áætl­ar að rík­is­sjóð­ur tapi á þriðja millj­arð króna á tólf ár­um vegna láns móð­ur­fé­lags HS Orku til orku­fyr­ir­tæk­is­ins. Lán­ið hleð­ur á sig vöxt­um og kem­ur til greiðslu í einu lagi ár­ið 2034 og lækk­ar skatt­stofn fyr­ir­tæk­is­ins á með­an.

Telur HS Orku komast undan milljarða skatti með einni lántöku
Í vari Orkuver HS Orku í Svartsengi er vel varið fyrir jarðhræringunum á Reykjanesi en gríðarstórir varnargarðar umvefja það. Mynd: Golli

HS Orka hefur tekið milljarða króna lán hjá eiganda sínum sem lækkar skattgreiðslur fyrirtækisins umtalsvert á lánstímanum. Indrið H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, áætlar að ríkissjóður tapi allt að 2,6 milljörðum króna á tólf árum vegna þessa eina láns.

Í tveggja greina röð í tímaritinu Vísbendingu fjallar Indriði um lánveitinguna. Hann bendir á að lánið, sem er frá tengdu félagi í eigu eigenda HS Orku, sé sett upp með þeim hætti að það dragi verulega úr tekjuskatti fyrirtækisins, án þess að raunveruleg rekstrarþörf liggi fyrir.

Um er að ræða lán sem HS Orka Holding veitti dótturfélagi sínu HS Orku 38 milljónir bandaríkjadala árið 2022, sem jafngildir um 5,5 milljörðum króna. HS Orka Holding er félag í eigu fjárfestingasjóðsins Ancala Partners og Jarðvarma slhf., sem er í eigu fjórtán íslenskra lífeyrissjóða. 

Heimildin beindi á þriðjudag spurningum til HS Orku vegna lánsins en svör hafa ekki borist. 

Sjö ára urðu tólf

Lánstíminn …

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • I’m a private investor offering direct personal loans—no banks, no intermediaries, no unnecessary delays. Whether you need funds for business, debt consolidation, or urgent personal expenses, I provide
    Clear terms & fixed rates
    Quick approval & same-day payout
    No hidden charges or endless paperwork
    Flexible agreements tailored to your situation
    I’m available 24/7 to help you get the support you need. Reliable, straightforward, and fair.

    strajkmiloslav@gmail.com

    Don’t wait—secure your loan today and take control of your finances!
    -1
  • PB
    Peik Bjarnason skrifaði
    Voru það kannski mistök að leifa fyrirtækjum að eiga fyrirtæki, þarna um árið?
    0
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Eitt sinn var fyrirtæki sem kom víða við sögu fyrir hrunið. Það nefndist Atorka en stofninn að því var Íslenski hluabréfasjóðurinn sem Pétur Blöndal stofnaði á sínum tíma fyrir 40-50 árum síðan. Atorka gleypti ýms stöndug fyrirtæki eins og Jarðboranir sem enn eru til. Eg var einn af mörgum sem lögðu sparifé mitt í að kaupa hlutabréf í því og átti eg og fjölskylda mín nálægt 0,8% í því, allt skuldlaust. Þetta reyndist góð fjárfesting uns athafnamenn komust yfir Atorku, gleyptu Jarðboranir og Björgun sem var um tíma dótturfyrirtæki Jarðborana. Þessir athafnamenn en stjórnarformaðurinn er einn af Samherjafjölskyldunni skyldu Atorku eftir í stórri skuld sem enginn venjulegur hluthafi fékk sýringu á og allt tapaðist þegar gefin var út sú yfirlýsing að Atorka hefði verið afhent kröfuhöfum sem aldrei fékkst uppgefið hverjir voru.
    Allt þetta var gert til að komast yfir eigur annarra smærri hluthafa sem og lífeyrissjóða sem áttu töluverðan hlut í Jarðborunum og síðar Atorku. Eftir bankahrunið var stjórnarformaður Atorku allt í enu orðinn einkaeigandi Björgunar og stýrði því fyrirtæki allar götur frá bankahruninu.
    Eg hef aldrei skilið þetta öðru visi en svo að til er fólk á Íslandi sem víðar annars staðar sem telur sig hafa meira gagn af fjármunum en aðrir. Þeir svífast einskis til að kmast yfir verðmæti og skilja aðra eftir með sárt ennið.
    Eg hef mikinn áhuga fyrir þvi hvað gerðist bak við tjöldin þannig a sparnaður minn og fjölskyldu minnar varð einskis virði haustið 2008. Þetta mál verður að upplýsa og er eg tilbúinn að afhenda ársreikninga Atorku þeim rannsóknablaðamanni sem áhuga hefur fyrir en eg var hirðusamur um að taka með mér ársreikninga þeirra fyrirtækja sem eg átti hlut í. Það er annað en sú hirðusemi að komast yfir eigur sem eru í annara manna eign.
    Við búum i vægast sagt mjög einkennilegu samfélagi þar sem auðurinn hversu vel eða illa hann er fenginn, stjórnar nánast öllu á Íslandi um þessar mundir, hvort sem er fyrirtækjum, fjölmiðlum og jafnvel eiga þeir sér sína fulltrúa á Alþingi sem og stjórnvöldum sem gæta vel að hagsmunum þessara skuggaafla
    .
    6
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Er þetta ekki sama og t.d. álverin gera, svo kölluð þunn eiginfjármögnun? Í stað hlutafjár er ,,eigið fé" haft í formi láns, þannig að í stað arðs eru greiddir vextir til móðurfélagsins, sem er skráð í lágskattalandi eða skattaskjóli. Arður er skattskyldur en vextir frádráttarbærir til skatts. Kom upp nú síðast í umræðunni um tjónið af biluninni í Norðuráli.
    9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár