Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir dreng sem er nýorðinn sex ára. Hann hafði farið í strætó við Ikea klukkan 17:33 í dag. Ekkert hafði spurst til hans síðan. Drengurinn býr með foreldrum sínum í Mosfellsbæ.
Hann var klæddur í dökka úlpu, græna peysu og buxur og var í svörtum skóm. Drengurinn er dökkhærður.
Drengurinn fannst heill á húfi nokkrum mínútum eftir að lögregla sendi út tilkynningu með mynd af honum.
Fréttin hefur verið uppfærð eftir að drengurinn fannst.















































Athugasemdir