Lýsa einelti hjá embætti Ríkisendurskoðanda

Marka­leysi, klefa­tal og refs­ing­ar eru lýs­ing­ar nafn­lausra starfs­manna Rík­is­end­ur­skoð­anda á starfs­hátt­um stjórn­and­ans, í um­fjöll­un Rík­is­út­varps­ins.

Lýsa einelti hjá embætti Ríkisendurskoðanda
Ríkisendurskoðandi Hlýtur harða gagnrýni sem stjórnandi í umfjöllun Ríkisútvarpsins. Mynd: Ríkisendurskoðun

Tæplega helmingur starfsfólks hjá embætti Ríkisendurskoðanda hafði orðið vitni að „einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundnu áreiti eða ofbeldi“ á vinnustaðnum, samkvæmt áhættumati stofnunarinnar í fyrra, og 11% höfðu orðið fyrir því. Þetta kemur fram í umfjöllun Ríkisútvarpsins, þar sem vitnað er til þess að starfsfólk lýsi „ófremdarástandi“.

Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoðandi og yfirmaður stofnunarinnar, er sjálfur sagður miðja umkvartana starfsfólks og hefur hann sett mannauðsmálin beint undir sig. Þrír af fimm sviðstjórum stofnunarinnar hafa verið í veikindaleyfi frá því í vor.

Guðmundur Björgvin hefur verið í embætti ríkisendurskoðanda frá því í júní 2022. Ríkisútvarpið greinir frá því að hann hafi verið vel liðinn innan stofnunarinnar, þar til hann tók við æðstu stöðu embættisins. Þá hafi „

Ríkistúvarpið vísar til tveggja heimildarmanna innan stofnunarinnar sem „lýsa ósæmilegri og á tíðum ógnandi hegðun ríkisendurskoðanda, „klefatali“ og markaleysi í hegðun.“

Fréttastofan hefur eftir þeim að „ríkisendurskoðandi eigi það til að refsa starfsfólki sem honum er í nöp við. Þeir saka Guðmund Björgvin um að leka trúnaðarupplýsingum starfsfólks og ítrekað láta falla niðrandi ummæli um starfsfólk.“

Ríkisútvarpið greinir frá því að áhættumat á vinnustaðnum í fyrra hafi sýnt að 41 prósent starfsmanna höfðu orðið vitni að „einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundnu áreiti eða ofbeldi“ í vinnunni og 11 prósent orðið sjálfir fyrir því.

Í frétt RÚV segir að mælingar hafi sýnt fallandi starfsánægju hjá Ríkisendurskoðanda. Í könnuninni Stofnun ársins fær stofnunin einkunnina 3,97 af 5 mögulegum fyrir matsþáttinn „stjórnun“ í fyrra, sem er þó langt frá því að vera versta einkunnin hjá ríkisstofnun á þeim mælikvarða. Á mælikvarða vinnuskilyrða fær stofnunin einkunnina 4,48, sem er sú 12. besta af öllum ríkisstofnunum í könnuninni. Þá fær stofnunin einkunnina 4,23 þegar kemur að starfsanda.

Þessar upplýsingar birtast á vef Sameykis um Stofnun ársins, en í umfjöllun Ríkisútvarpsins virðist vitnað til annarra talna og segir þar að ánægja með stjórnun hafi mælst 3,65 en ekki 3,97.

Guðmundur Björgvin segir í samtali við Ríkisútvarpið að hann hafi ráðist í skipulagsbreytingar hjá embættinu, sem hafi mælst misvel fyrir. Engar formlegar tilkynningar hafi komið fram um einelti.

Þannig vitnar RÚV í tölvupóst eins sviðstjóra sem er í veikindaleyfi, sem hann sendi til allra starfsmanna stofnunarinnar. Starfsmaðurinn lýsti því þar að hann hefði hafnað því að taka afstöðu til þess hvort hann tæki við breyttri stöðu. Þá hafi sviðsstjórar í framkvæmdastjórn farið fram á að utanaðkomandi aðili myndi gera áhættumat á stofnuninni, sem hún stóðst ekki á neinum af ellefu mælikvörðum.

Ríkisendurskoðandi er skipaður af Alþingi og er „sjálfstæður og engum háður í störfum sínum“, en armslengdin frá stjórnvöldum gerir um leið eftirlit og framfylgd gagnvart stofnuninni torsóttari. Þá gerir málið erfiðara að embætti Ríkisendurskoðanda hefur það hlutverk að gera stjórnsýsluúttektir.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár