Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur, ætlar að bjóða sig fram til formennsku í hreyfingunni. Hún vill staðsetja flokkinn á miðjunni og hefja umræður um að skipta um nafn.
Framboðstilkynningin birtist á samfélagsmiðlum í morgun en þar segist hún bjóða sig fram til að taka þátt þeirri uppbyggingu og endurreisn sem er framundan. Flokkurinn féll af Alþingi í síðustu kosningum en á þrjá fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur.
Í myndbandi sem hún birti segir Dóra Björt að það hafi ruglað kjósendur að hafna því að staðsetja sig á pólitískum ási. Flokkurinn sé miðjuflokkur og eigi að staðsetja sig þar. Þá segir hún að nafnið Píratar hafi verið óskabarn síns tíma en að tíðarandinn hafi breyst. Því þurfi að taka umræðu um að skipta um nafn.
Dóra Björt hefur leitt Pírata í borginni í síðustu ár en hún bauð sig einnig fram í prófkjöri flokksins fyrir síðustu þingkosningar. Hún hefur ekki gefið út hvort hún hyggist bjóða sig fram í komandi sveitastjórnarkosningum en leiða má líkur að því að svo verði, fyrst hún býður sig nú fram til formennsku í flokknum.













































Trúi ekki öðru en hún sé búin að vera og hverfi inn á öskuhaug stjórnmálanna næsta sumar.
En hvað veit maður það eru ca. 14% kosningabærra sem greiða költinu hans Simma D atkvæði sitt, svo allt getur gerst. Þetta er Ísland þvert á flokka (hin hliðin), það má ekki gleyma því. Hreint ótrúlega klikkað.