Karlar telja jafnrétti náð en konur ekki

Gallup-könn­un sýn­ir að 61 pró­sent karla telja fullu jafn­rétti náð en að­eins 32 pró­sent kvenna. Flest­ar kon­ur telja halla á kon­ur, en 37 pró­sent kvenna und­ir þrí­tugu segja halla á karla í sam­fé­lag­inu.

Karlar telja jafnrétti náð en konur ekki
Leggja niður störf Boðað hefur verið til kvennaverkfalls í dag. Mynd: Golli

Grundvallarmunur er á afstöðu karla og kvenna til þess hvort fullu jafnrétti kynjanna hafi verið náð. Aðeins 32 prósent kvenna samsinna því á meðan 61 prósent karla telja svo vera. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar Gallup sem birt var í morgun.

Heilt yfir skiptist þjóðin í álíka stórar fylkingar í afstöðu sinni til spurningarinnar. Næri 47 prósent þjóðarinnar telja að fullu jafnrétti hafi verið náð á milli karla og kvenna. 44 prósent telja svo ekki vera og tæplega einn af hverjum tíu segist hvorki sammála né ósammála því að fullu jafnrétti sé náð.

Ekki er jafn afgerandi munur á aldurshópum og kynjum. Yngra fólk, undir þrítugu, eru þó aðeins líklegri til að telja fullu jafnrétti náð á milli karla og kvenna, en aðrir hópar. Litlu munar þó á þeim og þeim sem eru á aldrinum 30-59 ára.

Mikill meirihluti þeirra sem telja jafnrétti ekki hafa verið náð eru á því að það halli á konur frekar en karla í samfélaginu. Rúmlega 87 prósent telja að það halli á konur en tæplega 13 prósent telja að það halli á karla.

Athygli vekur að í niðurstöðum könnunarinnar telja 37 prósent kvenna undir þrítugu, sem telja jafnrétti ekki hafa verið náð, að það halli frekar á karla. Því eru aðeins tvö prósent kvenna yfir 29 ára sammála. 36 prósent 18-39 ára karla segja halla á karla í samfélaginu og 18 prósent karla á bilinu 40-59 ára. 

Könnunin var gerð dagana 17. til 22. október 2025. Heildarúrtaksstærð var 1.688 og þátttökuhlutfall var 43,4 prósent. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup og var könnunin gerð í gegnum netið. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Við myndum skoðanir oft í mjög litlu rými og það sem takmarkar okkur mest er hverja við umgöngumst og hversu mikinn vilja og getu við höfum til að setja okkur djúpt í spor annarra. Tímarnir sem við lifum núna ýta fólki til að horfa mjög þröngt á sjálfan sig og skeyta lítt um aðra, sem er eitthvað sem er erfitt og sorglegt að horfa á.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár