Fyrir ofan furuskógana og sandöldurnar sem teygja sig meðfram eyðilegum ströndum suðvesturhluta Portúgals standa byggingakranar yfir lóðum þar sem brátt verða lúxushótel – merki um umdeilda umbreytingu svæðisins í leikvöll fyrir auðfólk.
Hröð uppbygging á strandsvæðinu Comporta hefur valdið heimamönnum og umhverfisverndarsinnum áhyggjum, en þeir óttast endurtekningu á stjórnlausri uppbyggingu líkt og gerðist í Algarve-héraði í suðurhluta Portúgals, sem lengi hefur verið vinsæll áfangastaður fyrir pakkaferðir.
Comporta, sem hefur verið nefnd „nýja portúgalska Rívíeran“, hefur laðað að sér þekkta gesti á borð við Óskarsverðlaunaleikkonuna Nicole Kidman og Karólínu prinsessu af Mónakó.
Fasteignaráðgjafarfyrirtækið Knight Frank telur svæðið, sem er í um klukkustunda akstursfjarlægð suður af Lissabon, meðal fimm eftirsóttustu lúxusíbúðamarkaða heims.
„Comporta höfðar til efnaðs viðskiptavinahóps í leit að náttúru, næði og vellíðan,“ skrifaði fyrirtækið í nýlegri skýrslu.
Franski hönnuðurinn Christian Louboutin var á meðal fyrstu alþjóðlegu stjarnanna til að uppgötva sjarma Comporta og opnaði hótel í Melides, litlu þorpi …














































Athugasemdir