Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði hefur tilkynnt um fjárfestingar sem nema milljörðum króna frá því að frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld var lagt fram. Framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar segir fjárfestingar fyrirtækisins vissulega vera fyrir háar upphæðir en að þær hafi verið óumflýjanlegar.
Breytingarnar á veiðigjöldum urðu að lögum í júlí og hafa talsmenn útgerðarinnar sagt þær íþyngjandi fyrir geirann. Í ársreikningi Loðnuvinnslunnar í fyrra var sérstaklega varað við áformum ríkisstjórnarinnar og þau sögð munu draga úr fjárfestingu í greininni.
„[...] skattheimta af þessu umfangi mun draga kraftinn úr vextinum“
„Loðnuvinnslan hefur á undanförnum árum lagt kapp á að borga hóflegan arð og nýta þá fjármuni sem falla til í rekstrinum til að byggja félagið upp og efla það,“ sagði í ársreikningnum. „Það kostar mikla fjármuni að viðhalda og endurnýja dýr rekstrartæki og það liggur í augum uppi að skattheimta af þessu umfangi mun draga kraftinn úr vextinum.“
Keyptu tvö skip og stækkuðu húsnæði
Fjárfestingar Loðnuvinnslunnar …
Athugasemdir