Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Milljarðasamningur ekki borinn undir Bæjarráð Hafnarfjarðar

Millj­arða­samn­ing­ur vegna skóla­mat­ar í Hafnar­firði við lít­ið og óreynt fyr­ir­tæki var ekki lagð­ur fyr­ir bæj­ar­ráð. Ekk­ert fyr­ir­tæki bauð í verk­ið.

Milljarðasamningur ekki borinn undir Bæjarráð Hafnarfjarðar
Hafnarfjörður á stilltum degi. Mynd: Golli

Útboð á skólamáltíðum í Hafnarfirði var ekki borið undir bæjarráð né sérstaklega undir bæjarstjórn. Fræðsluráð Hafnarfjarðar skuldbatt bæinn til þriggja ára í viðskipti við fyrirtækið Í-Mat ehf., sem hefur takmarkaða reynslu af matarþjónustu við grunn- og leikskóla. Engin tilboð bárust utan þetta eina fyrirtæki þrátt fyrir að virði samningsins, með umsaminni framlengingu, hlaupi á sjöunda milljarð króna. Bæjarfulltrúi Viðreisnar setur spurningarmerki við framkvæmd útboðsins á meðan bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir markmiðið að fara betur með almannafé og minnka matarsóun eftir að skólamáltíðir voru gerðar gjaldfrjálsar. 

Jón Ingi Hákonarson, oddviti Viðreisnar í Hafnarfirði, lét bóka sérstaklega spurningar í tengslum við útboðið á fundi bæjarstjórnar í september. Meðal annars var spurt, hvers vegna bauð enginn í verkið? Skólamatur hefur sinnt verkefninu síðan árið 2017 en ákvað að sitja hjá í þessu útboði, var því ákveðið að semja beint við Í-mat ehf.

Jón Ingi HákonarsonBæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði veltir fyrir sér hvernig það …
Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu