Útboð á skólamáltíðum í Hafnarfirði var ekki borið undir bæjarráð né sérstaklega undir bæjarstjórn. Fræðsluráð Hafnarfjarðar skuldbatt bæinn til þriggja ára í viðskipti við fyrirtækið Í-Mat ehf., sem hefur takmarkaða reynslu af matarþjónustu við grunn- og leikskóla. Engin tilboð bárust utan þetta eina fyrirtæki þrátt fyrir að virði samningsins, með umsaminni framlengingu, hlaupi á sjöunda milljarð króna. Bæjarfulltrúi Viðreisnar setur spurningarmerki við framkvæmd útboðsins á meðan bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir markmiðið að fara betur með almannafé og minnka matarsóun eftir að skólamáltíðir voru gerðar gjaldfrjálsar.
Jón Ingi Hákonarson, oddviti Viðreisnar í Hafnarfirði, lét bóka sérstaklega spurningar í tengslum við útboðið á fundi bæjarstjórnar í september. Meðal annars var spurt, hvers vegna bauð enginn í verkið? Skólamatur hefur sinnt verkefninu síðan árið 2017 en ákvað að sitja hjá í þessu útboði, var því ákveðið að semja beint við Í-mat ehf.














































Athugasemdir