Sjálfsvíg á Íslandi voru 48 árið 2024 eða 12,4 á hverja 100.000 íbúa. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Landlæknis um sjálfsvígsforvarnir.
„Vegna fámennis þjóðarinnar þá geta litlar breytingar á fjölda valdið nokkrum sveiflum í dánartíðni milli ára,“ segir í skýrslunni. „Því er mikilvægt að túlka ekki tölur fyrir eitt ár sem vísbendingu um aukningu eða samdrátt á tíðni sjálfsvíga heldur horfa frekar á lengra tímabil.“
Þegar litið er á fimm ára tímabil síðustu tuttugu árin sést að sjálfsvígum fjölgaði örlítið tímabilið 2020 til 2024 miðað við fyrra tímabil en þau voru 11,5 á hverja 100.000 íbúa. 2015 til 2019 voru þau 11,1 en nokkuð fleiri þar áður eða 12,8 árin 2010 til 2014.
„Opinber tölfræði um sjálfsvíg byggir á upplýsingum um dánarorsakir einstaklinga með lögheimili á Íslandi við andlát sem skráðar eru í dánarmeinaskrá landlæknis,“ segir í skýrslunni. „Fjöldi sjálfsvíga tekur til andláta þar sem undirliggjandi dánarorsök á dánarvottorði …
Athugasemdir