Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Fundu metmagn ketamíns í Norrænu

Fimmtán kíló af keta­míni fund­ust við leit í bif­reið sem kom hing­að til lands með Nor­rænu. Mál­ið er ann­að tveggja um­fagns­mik­illa fíkni­efna­mála sem tengj­ast far­þeg­um ferj­unn­ar í sept­em­ber.

Fundu metmagn ketamíns í Norrænu
Lögregla Rannsókn málanna er í höndum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Myndin tengist frétt ekki beint. Mynd: Víkingur

Fimmtán kíló af ketamíni og fimm kíló af MDMA fundust við leit í bifreið sem kom til landsins með Norrænu í september. Aldrei hefur fundist meira magn ketamíns í aðgerðum lögregluyfirvalda hér á landi. 

Í tilkynningu frá lögreglu vegna málsins segir að þrír einstaklingar hafi verið handteknir vegna málsins, ökumaður og tveir aðrir farþegar, og hafa þeir allir sætt gæsluvarðhaldi frá því rannsókn hófst. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru allir hinir handteknu erlendir ríkisborgarar, en hluti þeirra búsettur hér á landi.

Málið er annað tveggja sem tengjast komu Norrænu til Seyðisfjarðar í september. Í hinu málinu var lagt hald á nær sjö kíló af kókaíni, en rannsókn þess máls er langt komin. Einn maður var handtekinn á Seyðisfirði í kjölfarið, samkvæmt tilkynningu lögreglunnar, og annar síðar á höfuðborgarsvæðinu. Sá sem handtekinn var á Seyðisfirði sætir gæsluvarðhaldi en hinn var látinn laus eftir húsleit og yfirheyrslu. 

Aðgerðin var unnin í sameiningu Lögreglunnar á Austurlandi, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Tollgæslunnar. Þá komu einnig að málinu Lögreglan á Norðurlandi eystra og Sérsveit ríkislögreglustjóra. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár