Ragnhildur Þrastardóttir, fréttastjóri á Heimildinni, tekur við sem nýr ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks á RÚV í október. Hún var valinn úr hópi átta umsækjenda.
Valið stóð á milli hennar, Tryggva Aðalbjörnssonar, starfandi ritstjóra Kveiks, og Inga Freys Vilhjálmssonar, umsjónarmanns Þetta helst á Rás 1, samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar. Niðurstaða í ráðningarferlinu lá fyrir í dag.
Ragnhildur er með meistarapróf með sérstakri áherslu á rannsóknarblaðamennsku frá Columbia háskóla í New York. Auk þess að starfa á Heimildinni hefur Ragnhildur skrifað fyrir Morgunblaðið og unnið verkefni fyrir bandaríska tímaritið Forbes.
Fyrirvari um hagsmuni: Í fréttinni er fjallað um atburði sem tengjast Heimildinni og starfsmönnum fjölmiðilsins beint.
Athugasemdir