Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Framsókn mælist inni á ný

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mæl­ist með tæp­lega sex pró­sent fylgi í nýj­um Þjóðar­púlsi Gallup. Flokk­ur­inn fengi fjóra full­trúa kjörna. Sam­fylk­ing­in er stærst með 34 pró­senta fylgi.

Framsókn mælist inni á ný
Sótt að Sigurði Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins en nokkuð hefur verið kallað eftir því innan flokksins að hann annað hvort endurnýji umboð sitt fyrr en til stóð eða nýr formaður verði valinn. Mynd: Golli

Framsóknarflokkurinn mælist með 5,8 prósenta stuðning í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Flokkurinn fengi fjóra fulltrúa kjörna, væru þetta niðurstöður kosninga, en flokkurinn hefur mælst í einskonar fallbaráttu undanfarin misseri. 

Í síðasta Þjóðarpúlsi mældist flokkurinn með 4,5 prósent fylgi og utan þings. Það er lægsta fylgi sem flokkurinn hefur nokkurn tíma mælst með hjá Gallup.

RÚV greindi fyrst frá niðurstöðunum í kvöld. 

Samfylkingin mælist sem fyrr stærsti flokkurinn og hefur nokkra yfirburði í mælingunni. Flokkurinn mælist með 34 prósenta fylgi og 24 fulltrúa. Viðreisn, sem er þriðji stærsti flokkurinn, mælist með 12,6 prósent stuðning og 9 fulltrúa á þingi. Það þýðir að flokkarnir gætu myndað tveggja flokka meirihlut á þingi. 

Flokkur fólksins, sem er samstarfsflokkur Samfylkingar og Viðreisnar í núverandi meirihluta, mælist með 6,9 prósent og fjóra fulltrúa í Þjóðarpúlsinum. Meirihlutinn stendur því sterkum fótum, miðað við þetta. 

Sjálfstæðisflokkur er nærst stærstur í könnuninni með 19,5 prósenta fylgi og 14 fulltrúa. Miðflokkurinn mælist með 11,8 prósent og átta fulltrúa. 

Vinstri græn og Píratar, sem duttu af þingi í kosningunum í nóvember, mælast með 3,6 og 2,9 prósent, og næði hvorugur flokkurinn kjöri á þing. Það myndu Sósíalistar ekki heldur gera með 2,1 prósenta fylgi.

Væru þetta niðurstöður kosninga myndu Sósíalistar hins vegar falla af fjárlögum og ekki fá framlag úr ríkissjóði til að reka sig, líkt og flokkurinn hefur gert undanfarin kjörtímabil.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár