Þeir flugfarþegar sem eru á ferðalagi með Play þurfa að koma sér sjálfir heim. Þetta kom fram í viðtali við Einars Ólafssonar, forstjóra fyrirtækisins, í viðtali við Vísi í dag. Hann gat ekki sagt til um hvað þetta væru margir ferðalangar og sagði: „Það er soldið hver fyrir sig“.
Stjórn fyrirtækisins fundaði í morgun og tók þar ákvörðun um að hætta starfsemi. Starfseminni er hætt þegar í stað og engar flugferðir verða farnar á vegum félagsins frá þessum tímapunkti. Í viðtali við Vísi, sem sjónvarpað var beint af skrifstofu Play, sagði Einar að unnið væri að því að finna leiðir fyrir starfsfólkið heim.
Athugasemdir