Þúsundir strandaglópa vegna gjaldþrots Play: Hafa tapað 24 milljörðum á 5 árum

Þús­und­ir eru strandaglópa út um all­an heim eft­ir að Play til­kynnti um rekstr­ar­stöðv­un í morg­un.

Þúsundir strandaglópa vegna gjaldþrots Play: Hafa tapað 24 milljörðum á 5 árum
Play hefur hætt starfsemi. Mynd: Golli

Flugfélagið Play hefur hætt starfsemi. Þetta kom fyrst fram á Vísi

Í tilkynningu segir að um 400 manns muni missa vinnuna og þúsundir flugfarþega þurfa að endurskipuleggja heimför. Þá verða samstarfsaðilar fyrirtækisins fyrir tjóni. 

Í tilkynningu er neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun meðal annars kennt um og að flugmiðasala hafi ekki gengið vel síðustu vikur og mánuði vegna gagnrýninnar umfjöllunar fjölmiðla. 

Rekstrarerfiðleikar fyrirtækisins hafa legið fyrir um nokkurt skeið og verið fjallað um síðustu mánuði. Þá fór félagið í mikla endurskipulagningu síðasta haust þegar tilkynnt var að félagið myndi vera með flugrekstarleyfi frá Möltu, en ekki íslandi.

Vísir greindi frá því fyrr í mánuðinum að flugmenn Play hefðu verið í óformlegar verkfallsaðgerðir í byrjun september og voru flugferðir felldar niður að þeim sökum. Þá kom fram að það væri ólíklegt að félagið væri að fara á hausinn, í ljósi þess að félagið var nýbúið að landa tveggja og hálfs milljarðs króna fjármögnun.  Var þá dregin sú ályktun af hálfu viðmælanda að félagið væri ekki að fara á hausinn.

Heimildin greindi frá því fyrr  á árinu að Rekstur Play hafi aldrei skilað hagnaði auk þess sem flugfélagið hefur aldrei tapað jafnmiklu og árið 2024. Tapið á síðasta ári nam tæpum 9,3 milljörðum króna, sem er 4,5 milljörðum verri niðurstaða en árið þar á undan. Samanlagt tap af rekstri Play er rétt tæpir 24 milljarðar króna á fimm ára tímabili.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Gjaldþrot Play

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár