Síðustu daga hefur orðið vart við erlenda betlara á götum borgarinnar.
Í dag bað kona við verslun 10/11 í Austurstræti um reiðufé í bolla sem hún beindi að vegfarendum. Einn velviljaður borgari keypti jógúrt fyrir konuna og afhenti henni, sem hún þáði. Stöðugt færri ganga um með reiðufé á sér, sem gerir erfiðara um vik að biðja samborgara um fjárframlög á götum úti.
Í gær var önnur erlend kona í sömu erindagjörðum við verslun Hagkaups á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi.
Í fyrra skapaðist umræða í hópi íbúa í miðborg Reykjavíkur um veru erlendra betlara sem gistu við verslanir Bónus og Krónunnar við Laugaveg og Hallveigarstíg.

Hvergi í heiminum er minni notkun á reiðufé en á Íslandi, ef frá eru talin Noregur og Svíþjóð. Talið er að undir tveimur prósentum tilvika sé greitt með reiðufé. Seðlabanki Íslands hefur …
Athugasemdir