Helstu flugvellir Evrópu, þar á meðal í Brussel, Berlín og Heathrow í London, urðu í dag fyrir „nettengdri truflun“ sem hefur haft víðtæk áhrif á sjálfvirk innritunar- og farangursafhendingarkerfi og olli töfum.
„Við höfum orðið vör við truflun af völdum netárásar á MUSE-hugbúnað okkar á tilteknum flugvöllum,“ sagði flugvallarþjónustufyrirtækið Collins Aerospace í yfirlýsingu.
Að minnsta kosti þrír stærstu flugvellir Evrópu greindu frá röskun á starfsemi og vöruðu við seinkunum og aflýsingum. Collins sagði áhrifin „takmarkast við rafræna innritun og farangursafhendingu“ en þau mætti vinna á með handvirkri innritun.
Á flugvellinum í Brussel var tafirnar talsverðar: tíu brottfarir voru felldar niður og 17 flug seinkuðu um meira en klukkustund eftir að kerfið varð fyrir árás aðfaranótt föstudags. Flugvöllurinn sagði í morgun að vandinn væri óleystur og hefði „veruleg áhrif“ á áætlun. Samkvæmt BBC hafði Eurocontrol fyrirskipað að helmingur flugferða til og frá Brussel yrði felldur niður á milli klukkan 04.00 að …
Athugasemdir