„Nettengd truflun“ hægir á flugsamgöngum í Evrópu

Helstu flug­vell­ir Evr­ópu urðu fyr­ir tölvu­árás sem lam­að hef­ur sjálf­virk inn­rit­un­ar- og far­ang­ur­s­kerfi. Tölu­verð­ar taf­ir hafa orð­ið og flug­ferð­um ver­ið af­lýst, einkum í Brus­sel, en Heathrow og flug­vell­ir í Berlín hafa einnig orð­ið fyr­ir áhrif­um. Far­þeg­ar Icelanda­ir hafa feng­ið handskrif­uð brott­far­ar­spjöld.

„Nettengd truflun“ hægir á flugsamgöngum í Evrópu
Stífla Farþegar fylgjast með stafrænum upplýsingaskjá um innritað eða óinnritað flug á Berlin Brandenburg BER-flugvelli Willy-Brandt í Schoenefeld, suðaustur af Berlín,í morgun. Erfiðlega hefur gengið að innrita farþega í flug þar í dag. Mynd: Tobias SCHWARZ / AFP

Helstu flugvellir Evrópu, þar á meðal í Brussel, Berlín og Heathrow í London, urðu í dag fyrir „nettengdri truflun“ sem hefur haft víðtæk áhrif á sjálfvirk innritunar- og farangursafhendingarkerfi og olli töfum.

„Við höfum orðið vör við truflun af völdum netárásar á MUSE-hugbúnað okkar á tilteknum flugvöllum,“ sagði flugvallarþjónustufyrirtækið Collins Aerospace í yfirlýsingu.

Að minnsta kosti þrír stærstu flugvellir Evrópu greindu frá röskun á starfsemi og vöruðu við seinkunum og aflýsingum. Collins sagði áhrifin „takmarkast við rafræna innritun og farangursafhendingu“ en þau mætti vinna á með handvirkri innritun.

Á flugvellinum í Brussel var tafirnar talsverðar: tíu brottfarir voru felldar niður og 17 flug seinkuðu um meira en klukkustund eftir að kerfið varð fyrir árás aðfaranótt föstudags. Flugvöllurinn sagði í morgun að vandinn væri óleystur og hefði „veruleg áhrif“ á áætlun. Samkvæmt BBC hafði Eurocontrol fyrirskipað að helmingur flugferða til og frá Brussel yrði felldur niður á milli klukkan 04.00 að …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Rannsakar bleikþvott Ísraels
5
ViðtalÁrásir á Gaza

Rann­sak­ar bleik­þvott Ísra­els

„Eina leið­in fyr­ir fanga til þess að vera í sam­bandi við um­heim­inn er í gegn­um lög­fræð­ing,“ seg­ir Nadine Abu Ara­feh mann­rétt­inda­lög­fræð­ing­ur, rann­sak­andi og hinseg­in að­gerðasinni frá Jerúsalem. Hún vinn­ur með palestínsk­um föng­um en þeim er mein­að að hafa sam­skipti við ást­vini. Nadine vann ný­ver­ið rann­sókn­ar­verk­efni í Há­skóla Ís­lands um bleik­þvott sem Ísra­el not­ar til að veikja and­spyrnu Palestínu­manna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár