Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Segir að eitrað hafi verið fyrir Navalní

Yulia Navalnaja, ekkja Al­ex­eis Navalní, seg­ir rann­sókn­ir á líf­sýni sem smygl­að var frá Rússlandi sýna að eitr­að hafi ver­ið fyr­ir eig­in­manni henn­ar. Hann hafi ver­ið drep­inn í rúss­nesku fang­elsi. Stjórn­völd í Kreml hafna ásök­un­um.

Segir að eitrað hafi verið fyrir Navalní
„Öfgamaður“ Navalní og spillingarstofnun hans hafa verið skilgreind sem „öfgasamtök“ af rússneskum yfirvöldum og hefur ekkja hans, Yulia Navalnaja, verið sett á lista yfir „hryðjuverkamenn og öfgamenn“. Í Rússlandi getur það varðað sektum eða allt að fjögurra ára fangelsi við ítrekuð brot að minnast á hann eða stofnunina án þess að geta þeirrar skilgreiningar. Mynd: Ralf Hirschberger / AFP

Eiginkona rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní, Yulia Navalnaja, segir að rannsókn á lífssýni úr eiginmanni sínum hafi leitt í ljós að eitrað hafi verið fyrir honum. Lífsýninu var smyglað frá Rússlandi en Navalní dó á meðan hann afplánaði fangelsisdóm í Síberíu í febrúar á síðasta ári. 

Navalní, sem lengi var helsti gagnrýnandi Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, lést við dularfullar aðstæður. Hann hafði hlotið nítján ára fangelsisdóm, sem víðast hvar er talin hafa verið hefnd fyrir andóf sitt gagnvart rússneskum stjórnvöldum. 

„Rannsóknarstofur í tveimur löndum komst að þeirri niðurstöðu að Alexei hafi verið myrtur.“

Navalní hafði með herferð sinni gegn spillingu í Rússlandi safnað saman hundruðum þúsunda mótmælenda víða um Rússland og afhjúpað meintar eignir og spillingu í innsta hring Pútíns. Bandamenn hans telja að hann hafi verið myrtur í fangelsinu, en yfirvöld í Moskvu hafa aldrei gefið fullnægjandi skýringar á andlátinu. Þau sögðu einungis að hann hefði veikst þegar hann var í fangelsisgarðinum þann 16. febrúar 2024.

„Bandamönnum okkar tókst að útvega og flytja lífsýni Alexeis úr landi,“ sagði Navalnaja í myndskeiði á samfélagsmiðlum. „Rannsóknarstofur í tveimur löndum komst að þeirri niðurstöðu að Alexei hafi verið myrtur. Nánar tiltekið: eitrað var fyrir honum.“

Hún gaf engar nánari upplýsingar um hvaða sýni hefði verið aflað eða niðurstöður prófana, en hvatti rannsóknarstofurnar til að birta niðurstöður sínar og skýra hvaða eitur hefði verið notað.

Navalnaja birti einnig óstaðfestar myndir sem hún sagðist hafa fengið úr klefa hans eftir andlátið. Þær sýndu uppköst á gólfinu og hún hélt því fram að vitnisburður fangavarða bæri með sér að Navalní hefði fengið krampa áður en hann féll til jarðar.

Áður hafði verið eitrað fyrir Navalní með taugaeitrinu Novitsjok árið 2020, þegar hann var á kosningaferðalagi í Síberíu. Hann var þá fluttur með neyðarflugi til Þýskalands þar sem hann lá í marga mánuði á sjúkrahúsi áður en hann náði heilsu.

Þegar hann sneri aftur til Rússlands í janúar 2021 var hann handtekinn og síðar dæmdur fyrir „öfgastarfsemi“. Hann hélt áfram að tala gegn Pútín og fordæma innrásina í Úkraínu úr fangelsi.

„Vladímír Pútín ber ábyrgð á morði eiginmanns míns, Alexeis Navalní“

Rússnesk stjórnvöld héldu því fram að hann hefði dáið skyndilega eftir að hafa veikst við göngu í fangelsinu eftir hádegismat. Eftir andlátið neituðu yfirvöld um tíma að afhenda lík hans til ættingja, sem jók tortryggni meðal stuðningsmanna hans.

Navalnaja hefur ætíð haldið því fram að eiginmaður hennar hafi verið myrtur að skipan Pútíns. „Vladímír Pútín ber ábyrgð á morði eiginmanns míns, Alexeis Navalní,“ sagði hún í dag.

Stjórnvöldí Kreml hafna ásökununum.

Aðgerðir rússneskra stjórnvalda héldu áfram að beinast gegn stuðningsmönnum Navalnís eftir andlátið. Navalnaja var til að mynda sett á lista yfir „hryðjuverkamenn og öfgamenn“ og lögmenn hans sem og blaðamenn sem fjölluðu um mál hans hafa verið dæmdir til margra ára fangelsisvistar.

Flestir ættingjar hans og nánustu samstarfsmenn hafa um árabil búið í útlegð. Stjórnarandstaðan í Rússlandi, klofin og veik, hefur átt erfitt með að ná fótfestu í útlegð eftir dauða Navalnís.

Mótmæli gegn Pútín innan Rússlands hafa orðið afar fátíð eftir innrásina í Úkraínu í febrúar 2022. Kreml hefur herjað á gagnrýnendur og í raun gert það ólöglegt að gagnrýna bæði stjórnina og innrásina.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár