Verðbólga á Íslandi mun ekki ná markmiði Seðlabankans fyrr en árið 2027, þrátt fyrir háa vexti og hjaðnandi innflutta verðbólgu. Þetta kom fram í erindi Þórarins G. Péturssonar, varaseðlabankastjóra peningastefnu, á fundi Félags atvinnurekenda í vikunni. Þrátt fyrir að innflutt verðbólga hafi hjaðnað vegna styrkingar krónunnar heldur innlend verðbólga áfram að þrýstast upp, ekki síst vegna mikilla launahækkana.
Hækkar aftur áður en hún lækkar
Stýrivextir Seðlabankans hafa verið sögulega háir undanfarin misseri í baráttu bankans við þráláta verðbólgu. Yfirlýst markmið bankans er að verðbólga sé tvö og hálft prósent, og sveiflist ekki meira en 1,5 prósent í hvora átt frá því markmiði, en verðbólga hefur hins vegar mælst í kringum fjögur prósent undanfarið. Þó að hún hafi lækkað töluvert frá því hún mældist yfir tíu prósent í byrjun árs 2023 er hún enn of há, að mati bankans.
Undirliggjandi verðbólga hefur að sögn Þórarins haldist nálægt 4 prósentum það …
Athugasemdir