Áskoranir eru fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur að eignast húsnæði vegna hárra vaxta og skilyrða um lánveitingar, eftir áratug af hækkun húsnæðisverðs.
Þetta segir í kafla fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar um efnahagsstefnu en frumvarpið var gert opinbert á mánudag.
„Samhliða hratt minnkandi fólksfjölgun er húsnæðismarkaður nú í betra jafnvægi en undanfarin ár,“ segir í kaflanum. „Eftir nær sleitulausar verðhækkanir síðasta áratug hefur fasteignaverð staðið í stað að raunvirði það sem af er ári. Auglýstum íbúðum, þ.m.t. nýbyggingum, fjölgar áfram hratt á meðan fjöldi viðskipta er heldur undir meðallagi. Nýjar íbúðir seljast hægar en áður, jafnt á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum þess. Þá eru fyrstu vísbendingar komnar fram um að leiguverðshækkanir séu í rénun, þótt þær séu ekki einhlítar.“

Hins vegar er ljóst að áðurnefndar áskoranir geri ungu fólki og fyrstu kaupendum erfitt fyrir. „Háir vextir hafa …
Athugasemdir