„Ég trúi því að tilraunir okkar til að búa til þenkjandi vél muni hjálpa okkur verulega við að komast að því hvernig við sjálf hugsum.“
Svo mælti enski stærðfræðingurinn Alan Turing í viðtali við BBC árið 1951. En síðan þá hefur margt vatn runnið til sjávar.
Fjórða iðnbyltingin svokallaða, sem nú stendur yfir, snýr að því að tölvur og vélmenni taki fram úr greind manneskjunnar og geti því leyst með einfaldari og skilvirkari hætti þau verkefni sem mannfólk hefur þurft að bisast við frá örófi alda. Stór áhrif hennar eru þegar komin fram, í snjallsímunum sem við öll erum með í vasanum, sýndarveruleikatækjum, þrívíddarprentun, streymisveitum og „interneti hlutanna“, það er ísskápum, kaffivélum og brauðristum og með innbyggðum nettengdum tölvum.
Síðustu ár hefur staðið yfir kapphlaup stórfyrirtækja um þróun gervigreindar. Veðmál tæknirisanna gerir ráð fyrir að sá fyrsti til að þróa …
Athugasemdir