Himnaríki eða heimsendir þegar gervigreindin tekur yfir

Mun gervi­greind­in skapa alls­nægta­sam­fé­lag þar sem mann­eskj­an er í fyr­ir­rúmi? Eða munu ein­ung­is millj­arða­mær­ing­ar græða og við hin sitja eft­ir at­vinnu­laus og menn­ing­arsnauð? Eða för­um við bil beggja? Áhuga­mað­ur seg­ist ótt­ast af­leið­ing­ar gervi­greind­ar til skamms tíma en vera bjart­sýnn til lengri tíma.

Himnaríki eða heimsendir þegar gervigreindin tekur yfir
Framtíðin teiknuð af spunagreind Blaðamanni var þvert um geð að nota spunagreind til að teikna upp þá útópíu eða þann heimsendi sem hann ímyndaði sér eftir samtalið við Björgmund. En þrátt fyrir þá sóun á vatni or orku sem fylgir notkun ChatGPT og svika við mannlega listamenn þurfti form myndskreytingarinnar að fylgja viðfangsefninu. Mynd: ChatGPT

„Ég trúi því að tilraunir okkar til að búa til þenkjandi vél muni hjálpa okkur verulega við að komast að því hvernig við sjálf hugsum.“

Svo mælti enski stærðfræðingurinn Alan Turing í viðtali við BBC árið 1951. En síðan þá hefur margt vatn runnið til sjávar.

Fjórða iðnbyltingin svokallaða, sem nú stendur yfir, snýr að því að tölvur og vélmenni taki fram úr greind manneskjunnar og geti því leyst með einfaldari og skilvirkari hætti þau verkefni sem mannfólk hefur þurft að bisast við frá örófi alda. Stór áhrif hennar eru þegar komin fram, í snjallsímunum sem við öll erum með í vasanum, sýndarveruleikatækjum, þrívíddarprentun, streymisveitum og „interneti hlutanna“, það er ísskápum, kaffivélum og brauðristum og með innbyggðum nettengdum tölvum.

Síðustu ár hefur staðið yfir kapphlaup stórfyrirtækja um þróun gervigreindar. Veðmál tæknirisanna gerir ráð fyrir að sá fyrsti til að þróa …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Gervigreindin tekur yfir

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár